About Seesaw Sign Up

Teachers, save “Humlur” to assign it to your class.

Bergþóra Þórhallsdóttir

Humlur

Grades: 4th Grade, 3rd Grade, 2nd Grade
Subjects: Science, Writing, Reading

Student Instructions

Verkefni með bókinni Humlur. Veldu add til að byrja. 1. Skoðaðu bókina með því að smella á link á fyrstu síðu til að skoða bókina. 2. Hlustaðu á bókina með því að smella á link á síðu 2 3. Prófaðu að lesa bókina eða hluta hennar og taka upp með mic þegar þú lest. 4. Ljúktu við að vinna verkefnin eitt af öðru með því að nota label drawing eða önnur verkfæri eins og mic Gangi þér vel!

Teacher Notes (not visible to students)

Humlur er lestrarbók í flokknum Milli himins og jarðar sem Menntamálastofnun gefur út. Í bókinni eru fróðleikstextar um humlur og býflugur og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar á fluguvæng leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni. Í verkefnunum eru tenglar bæði á rafbók sem nemandinn getur flett og hljóðbók til að hlusta á textann í bókinni. Gott er að gefa nemandanum nægan tíma til að kynna sér bókina með því að fletta henni og skoða myndirnar, hlusta á textann og loks að spreyta sig á að lesa textann allt eftir því hvað hentar hverjum nemanda. Að lokum eru verkefnin unnin eitt af öðru.

Loading