Student Instructions
Lestu eða hlustaðu og gerðu það sem fyrirmælin segja. Fyrirmæli: 1. Hugsaðu þér tölu sem er minni en 10. 2. Leggðu 3 við töluna þína. 3. Bættu nú 4 við. 4. Hvaða tölu þarf að bæta við svo svarið verði 20?
Students will edit this template:
Teacher Notes (not visible to students)
Verkefnahefti um samlagningu, orðaforða samlagningar og lesskilning. Verkefnin eru byggð á bókinni Safnið mitt en geta þó staðið ein og sér. Þetta er verkefnahefti eitt af tveimur heftum. Heftin eru mjög áþekk en þyngdarstigsmunur er á þeim. Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast öll samlagningu á einhvern hátt. Þau eru sett fram sem bein dæmi, orðadæmi, reiknivélaverkefni, merkja við rétt eða rangt og vinnu með fjölbreyttan orðaforða samlagningar. Inn í heftið er fléttað inn verkefnum er tengjast íslensku og orðaforða sögunnar Safnið mitt eins og t.d. að raða í stafrófsröð, rím, orðasúpa, ritun, orðskýringum, verkefni um dagatalið og tengja saman orð og tákn.