About Seesaw Sign Up

Teachers, save “Safnið mitt - Samlagning (8)” to assign it to your class.

Bergþóra Þórhallsdóttir

Student Instructions

Safnið mitt - Samlagning (8)

Leikur með Bjarna og Sillu. Á leiðinni heim fóru Silla og Bjarni í talnaleik. Silla sagði tölu og Bjarni átti að segja strax tölu sem var 5 meira en talan sem Silla sagði. Silla sagði 3 Bjarni sagði ______ Silla sagði 5 Bjarni sagði ______ Silla sagði 8 Bjarni sagði ______ Þetta er of auðvelt, sagði Bjarni. Nú segi ég tölu og þú átt að segja tölu sem er 10 meira en mín tala. Bjarni sagði 2 Silla sagði _____ Bjarni sagði 3 Silla sagði _____ Bjarni sagði 6 Silla sagði _____ Veldu til að byrja að vinna verkefnið Veldu eða til að vinna verkefnið Veldu til að skila verkefninu

3rd Grade, 2nd Grade, Math, Reading
17 teachers like this
Compatible with: Chromebooks, computers, iPads, iPhones, Android tablets, Android phones, Kindle Fire

Students will edit this template:

Teacher Notes (not visible to students)

Verkefnahefti um samlagningu, orðaforða samlagningar og lesskilning. Verkefnin eru byggð á bókinni Safnið mitt en geta þó staðið ein og sér. Þetta er verkefnahefti eitt af tveimur heftum. Heftin eru mjög áþekk en þyngdarstigsmunur er á þeim. Verkefnin eru fjölbreytt og tengjast öll samlagningu á einhvern hátt. Þau eru sett fram sem bein dæmi, orðadæmi, reiknivélaverkefni, merkja við rétt eða rangt og vinnu með fjölbreyttan orðaforða samlagningar. Inn í heftið er fléttað inn verkefnum er tengjast íslensku og orðaforða sögunnar Safnið mitt eins og t.d. að raða í stafrófsröð, rím, orðasúpa, ritun, orðskýringum, verkefni um dagatalið og tengja saman orð og tákn.