Student Instructions
Teiknaðu íslenska fánann.
Veistu hvað litirnir í fánanum merkja?
Blár = Fjallabláminn
Rauður = Eldur
Hvítur = Ís
1. Veldu til að byrja.
2. Veldu
til að teikna íslenska fánann.
3. Veldu
til að segja frá hvenær þú notar íslenska fánann.
4. Veldu
til að skila verkefninu þínu.
Teacher Notes (not visible to students)
Þjóðfáni Íslands. Íslenski fáninn er þjóðfáni Íslands. Hann var fyrst opinberlega staðfestur með konungsúrskurði 19. júní árið 1915. Lög um íslenska fánann voru hins vegar sett þann 17. júní 1944 og tóku gildi 24. ágúst, en þau voru fyrstu lögin sem samþykkt voru á eftir stjórnarskránni. Fáninn er svokallaður krossfáni eins og fánar allra hinna Norðurlandanna. Hann er heiðblár með mjallhvítum krossi og eldrauðum krossi innan í hvíta krossinum. Hlutföllin í litum fánans eru, talið lárétt frá stöng: 7-1-2-1-14, en lóðrétt meðfram stöng eru þau 7-1-2-1-7. Þannig er breidd fánans 18/25 af lengd hans samkvæmt 1. grein fánalaga. Fæðingardag forseta Íslands (núna 26. júní). Nýársdag. Föstudaginn langa (eingöngu dregið í hálfa stöng). Páskadag. Sumardaginn fyrsta. 1. maí (Verkalýðsdagurinn). Hvítasunnudag. Sjómannadaginn. 17. júní (Íslenski þjóðhátíðardagurinn). 16. nóvember (dag íslenskrar tungu). 1. desember (fullveldisdaginn). Jóladag.