About Seesaw Sign Up

Teachers, save “Flugvélar” to assign it to your class.

Bergþóra Þórhallsdóttir

Flugvélar

Grades: 4th Grade, 2nd Grade, 3rd Grade
Subjects: Reading, Math, Science

Student Instructions

Lestu eða hlustaðu á bókina Flugvélar. Síðan koma þrú verkefni. Þú vinnur þau með eftirfarandi leiðbeiningum: 1. Veldu add til að byrja. 2. Skoðaðu flugvélina á bls. 6 og bls. 22 - 23. 3. Teiknaðu þína eigin flugvél EÐA finndu mynd af flugvél og settu í verkefnið. 4. Merktu inn á myndina með því að nota label Skrifaðu orðin: Nef, hreyfill, vængur, hjól, stél. á hvern miða. Kannski getur þú skrifað niður fleiri atriði. 5. Ímyndaðu þér að þú sért á leið í flugvél. Skráðu niður , teiknaðu, settu inn myndir eða myndskeið og segðu frá: Hvert þú ert að fara, hvað þú ætlar að taka með í ferðina, hvað þú ætlar að skoða og hvað þú ætlar að gera. Notaðu pen, drawing, background, photo, shapes, label, mic til að ferðalaginu þínu. 6. Búðu til skutlu úr pappír - Taktu mynd af henni - Láttu hana síðan fljúga þrisvar á gangi skólans (með leyfi kennara). Skráðu hér hvað hún flýgur langt í þessi þrjú skipti. 7. Ef þú nærð ekki að ljúka verkefnunum velur þú draft Þegar þú hefur lokið öllum þremur verkefnunum skaltu skila þeim með því að velja check hnappinn.

Teacher Notes (not visible to students)

Útg. Menntamálastofnun www.mms.is Höf. Jón Guðmundsson Myndir: Böðvar Leós. Flugvélar er lestrarbók í flokknum Milli himins og jarðar og er á fjórða þyngdarstigi. Í bókinni er ýmiss konar fróðleikur um flugvélar og mikið lagt upp úr ljósmyndum og teikningum sem styðja við textann og vekja áhuga og forvitni. Neðst á hverri síðu eru spurningar til þess ætlaðar að staldra við og ræða það sem lesið var um. Spurningar á flugvélavæng leiða lesandann á næstu síðu þar sem svarið er að finna. Aftast í bókinni eru nokkur verkefni sem þetta Seesaw verkefni byggir á.

Loading